Kaupferlið

 

UPPLÝSINGAR & RÁÐ VIÐ KAUP Á FASTEIGN Á SPÁNI  

Neðangreindar upplýsingar geta verið hagnýtar þegar keypt er eign á Spáni. Þær varpa ljósi á margar hliðar kaupferilsins og gerir kaupendum kleift að ákveða hvernig menn óska að koma að hlutunum.

Þessar upplýsingar veita almenna yfirsýn um kaup á fasteign á Spáni. Hafa ber þó í huga, að hver kaup eru sérstök, sem og aðstæður hvers og eins kaupanda.

Söluverð og endanlegt verð

Söluverð er verð sem gefið er upp í auglýsingum um fasteignir. Inni í því verði er ekki 10% Virðisaukaskattur spánska ríkisins né þinglýsingarkostnaður. Þegar þessum gjöldum, ásamt samningsgjaldi veitustofnana auk „kennitölu”/NIE hefur verið bætt við, má segja að við söluverðið hafi lagst um 13% gjald.

Dæmi um sundurliðun gjalda      : 

Söluverð eignar                :     100,000 €

Söluskattur 10 %              :    10,000 €

Þinglýsingargjöld 3%     :        3,000 €

Raf- & vatnssamn.          :         300 €

„Kennitala”/(NIE)           :           100 €   

Samtals m/ opb. gj.        :   113,400 €

 

Algengar greiðslur fyrir nýbyggingar

1. greiðsla fyrir nýbyggingu er innborgun. –Upphæðin ræðst yfirleitt af verði     eignarinnar og hleypur á bilinu 4,000 € og 6,000 €. Þetta er óafturkræft gjald.

2. greiðsla: Eftir 3-4 vikur er greidd fyrsta afborgun, 20-30% af kaupverði eignarinnar.

3. greiðsla: 3-6 mánuðum síðar eru greidd 20%-30% kaupverðsins.

4. greiðsla: Þessi greiðsla er venjulega greidd þegar um einbýli er að ræða, en er ekki alltaf nauðsynleg. Hún er greidd 2-3 mánuðum fyrir verklok.

5. greiðsla: Lokagreiðsla er innt af hendi við afhendingu eignarinnar og afsal gefið út.

 

Greiðslur og kaup á eignum í endursölu

Ferillinn við kaup á eign í endursölu er einfaldur:

1)      Innborgun/staðfestingargjald er innt af hendi til að festa eignina og dagsetning ákveðin til að ganga frá samningum. Venjulega er það innan tveggja mánaða frá því eign er tekin frá.

2)      Allar eftirstöðvar kaupverðs eru inntar af hendi við undirskrift. 

 

Veðlán á Spáni

Það gerist æ algengara að kaupendur eigna á Spáni velti þeim möguleika fyrir sér að taka veðlán við kaupin, hvort sem er til fjármögnunar mikils eða lítils hluta kaupverðsins. Eins og sakir standa þá bjóða allir bankar veðlán allt að 70% af heildar kaupverði eignar ásamt Virðisaukaskatti. Sumir bankar bjóða þó hærri prósentu ef verðmat bankans á eigninni er hærra en kaupverðið.

Margir fasteignasalar fullyrða að bankarnir láni hærra hlutfall, en láta hjá líða að nefna að þá er um að ræða kaupverðið án Virðisaukaskatts og þinglýsingarkostnaðar.

Þegar um nýjar eignir er að ræða, þá verðmeta bankarnir ekki eignirnar fyrr en þær eru fuIlgerðar, en sá sem byggir ætlast til þess að fá greitt fyrir helming söluverðsins á byggingartímaum. Ef ætlunin er að kaupa nýja eign og fá á hana veðlán, þarf maður að vera viss um að eiga að minnsta kosti helming kaupverðsins, sé eignin ekki tilbúin þá þegar.

Vinsamlegast gætið að því að það er einungis bankinn sem getur sagt til um það hversu mikið hægt er að fá lánað út á eignir, ekki fasteignasalinn né sá sem byggir.

Við eigum fyrirtaks samstarf með ýmsum bönkum sem hafa ávallt veitt viðskiptavinum okkar góð kjör ásamt frábærri þjónustu sem við getum borið vitni um í hvert sinn sem við höfum lagt viðskiptavini okkar í hendur þeim.

 

Nýjar eignir eða eignir í endursölu

Það er ýmiss konar munur á því að kaupa nýjar eignir eða eignir í endursölu. Aðal munurinn liggur auðvitað í því að oftast þarf ekki að bíða eftir afhendingu eigna í endursölu, en í staðinn þá fæst ekki á hana 10 ára ábyrgð eins og fylgir nýjum eignum.

Vegna hins algenga biðtíma, þá hefur eftirspurn eftir eignum í endursölu verið all nokkur og orðið til þess að hækka verð þeirra þannig að minna fæst fyrir peninginn í raun. Þar að auki horfa flestir húseigendur ekki hlutlægt á raunvirði eigna sinna heldur reyna að hækka verð eigna sinna án tillits til þes hvað markaðurinn er reiðubúinn að borga fyrir vissar tegundir eigna.

Megin kosturinn við nýjar eignir er sá að verð þeirra er betra, miðað við gæði, auðvelt er að klæðskerasníða eignina að óskum og þörfum viðskiptavina. Alltaf er einhver til að taka við íhugunum eða spurningum viðskiptavina og svara þeim. Þar að auki þá er ávallt einhver sveigjanleiki með greiðslutilhögun.

 

Verð og gæði:

Mikilvægt er að huga að því, þegar keypt er eign á Spáni, að verðið endurspegli gæðin, stærð og staðsetningu. Engin önnur viðmið veita manni eins góðar upplýsingar um gæði eignarinnar sem verðið. Það gefur til kynna hvaða eign hentar hverjum og einum best miðað við þarfir og óskir, auk þess hvað er til ráðstöfunar í buddunni fyrir eignina, hvort sem hún á að vera til frístundadvalar, til íbúðar árið um kring eða sem fjárfesting.

 

Skoðunarferð

Ólíkt stóru fasteignasölunum, þá veita samstarfsmenn okkar  einstaklingsþjónustu þegar eignir eru sýndar í skoðunaferðum.

 

Þjónusta eftir sölusamning

Einn megin þátturinn í hverri sölu er að tryggja að fyrirtækið sem selur eignina hafi yfir að ráða traustu fagfólki til eftirfylgni eftir kaupin. Þetta er ein grunnstoða trausts og áreiðanlegs fyrirtækis. Góð eftirfylgni getur veitt lagalega og fjármálalega þjónustu svo maður þurfi ekki að hafa áhyggjur af nokkrum hlut. Allir starfsmenn samstarfsaðila okkar á Spáni eru tví- eða fjöltyngdir þannig að þeir eiga ekki að vera í nokkrum vandræðum með að aðstoða við hvaðeina sem kaupendum liggur á hjarta varðandi kaupin.  

Við vildum bæta við að lokum að þessi pistill er svona almenns eðlis um hvernig kaup eigna á Spáni ganga fyrir sig. Hver kaup eru ólík öðrum og ef það er eitthvað sem samstarfsmenn okkar þekkja vel þá er það hver einstök sala um áratugina. Mikill metnaður er lagður í þagmælsku og traust, enda þekktir aðilar innan fasteignasölu- og byggingageirans á Spáni. Það býr enginn leyndardómur að baki þessu, aðeins  metnaður og þekking á því sem menn eru að gera. Hver og einn starfsmaður hefur mikla reynslu í hinu spánska viðskiptaumhverfi. Bæti maður þessu við staðgóða þekkingu á spánsku fasteignalöggjöfinni og fjármögnun þá munu menn komast að því að samstarfsmenn okkar á Spáni eru faglegir og traustir menn í sínum geira á Costa Blanca.

Vakni einhverjar spurningar um kaup á eignum á Spáni eða hvað annað sem tengist þessum upplýsingapistli, þá hvetjum við til þess að menn hafi samband.